Um okkur

DSA Heilsa er heilsuræktarstöð fyrir konur á öllum aldri.

Markmið okkar er að bjóða uppá fjölbreytta tíma sem henta konum á öllum aldri og byggja samfélag kvenna sem njóta þess að hreyfa sig saman í jákvæðu og uppbyggilegu umhverfi.
Við leggjum mikla áherslu á að byggja tímana upp þannig að allir geti verið með og að iðkendur geti stjórna erfiðleikastigi æfingana sjálfir eða fengið breyttar útfærslur með aðstoð kennara þegar æfingarnar henta ekki.
Við vitum að það getur oft verið erfitt að koma sér af stað í hóptíma þjálfun og hreyfingu almennt og leggjum við því mikið uppúr því að bjóða uppá persónulega þjónustu og að taka vel á móti konunum okkar í hvern tíma.
Við hugsum því DSA heilsu fyrst og fremst sem samfélag og félagskap kvenna sem nýtur þess að rækta líkama og sál saman.

DSA heilsa opnaði formlega haustið 2021 en við höfum boðið uppá Barre og Hot-Barre námskeið frá árinu 2015.

“Eftir barnsburð og langvarandi meiðsli af ýmsu dagi hafði ég lengi strögglað við að finna mér hreyfingu sem hentaði. Ég hafði alltaf æft mikið og líkaminn minn er mitt atvinnutæki og þarf ég því að vanda vel til verka þegar ég stunda líkamsrækt svo allt sé í standi. Mig langaði að geta æft í félagsskap en líkaminn á mér þoldi illa hraðan og hörkuna sem boðið er uppá á flestum stöðum um þessar mundir.
Ég hafði stundað og kennt Barre lengi og finnst mér það kerfi algjörlega stórkostlegt. Barre hjálpaði mér að ná upp styrk hratt aftur eftir meðgöngu og hentaði einnig vel fyrir meiðsli sem ég var að eiga við þar sem einungis er unnið með eigin líkamsþyngd og auðvelt er að breyta æfingum ef þær henta illa. Allar æfingarnar eru stöðuæfingar þar sem þú stjórnar hraðanum sjálfur og engin hopp sem hentar vel t.d. fyrir konur sem hafa gengið með börn eða eru að eiga við meiðsli.
Mig langaði þó einnig í meiri fjölbreyttni og félagsskap og sá erobik stemmninguna sem mamma hélt uppi í Dansstúdíó Alice hér á árum áður algjörlega í hyllingum. Ég fór að fletta í gegnum gömul mynda albúm og ÞVÍLÍK STEMMNING! Þetta var það sem ég var að leita að! …bara 30 árum of seint.

Sumarið 2021 þegar við vorum að standsetja nýtt húsnæði fyrir dansskólann fór ég að hlera nokkrar konur sem höfðu verið að mæta á Barre námskeiðin okkar og komst að því að það voru svo sannarlega fleiri sem höfðu strögglað við að finna sér fasta hreyfingu sem hentaði þar sem einnig væri hægt að komast í góðan félagsskap. …..því oft er það jú þannig að félagsskapurinn er það sem heldur manni við efnið.

Í júní kom svo óvænt símtal frá góðri vinkonu sem hafði sömu drauma og ég og vildi erobikið afur! Það var því ekki annað í stöðunni en að við skyldum bara græja þetta sjálfar! Ég fékk til liðs við mig frábæra kennara úr ýmsum áttum með mismunandi þekkingu og reynslu sem einnig höfðu ástríðu fyrir hreyfingu og uppbyggilegri þjálfun og úr varð DSA heilsa.”

-Katrín Mist Haraldsdóttir
Eigandi og framkvæmdarstjóri

DSA og DSA heilsu.

Við erum staðsett í Glerárgötu 28, 2.hæð Akureyri.
Á staðnum eru tveir salir, búningsklefi með sturtum og notaleg setustofa.

Við bjóðum allar konur velkomnar í prufutíma. Hægt er að hafa samband við okkur í tölvupósti á ingibjorg@dsa.is eða mæta á staðin og fá aðstoð við að skrá sig í tíma.