DSA heilsa

Vertu með í nærandi og uppbyggjandi heilsusamfélagi

DSA heilsa er heilsuræktarstöð fyrir konur á öllum aldri

Tímarnir okkar

Árangursríkir styrktartímar, gerðar eru æfingar við stangir og úti á gólfi.
Notast er við eigin líkamsþyngd, litla bolta og teygjur.
Djúpar og góðar æfingar sem styrkja allan líkamann og móta langa, tónaða vöðva, bæta liðleika og líkamsstöðu.
Hentar öllum getustigum.MRL eru styrktartímar með Jane Fonda brag þar sem áhersla er lögð á að styrkja miðjuna og neðri hluta líkamanns.

Pallafjör eru hressir þolfimitímar
af gamlaskólanum í
nútímabúning.
Einfaldar pallarútínur í bland við styrktaræfingar.

30 mín tímar þar sem við nærum bæði líkama og sál í rólegu og notalegu umhverfi.Fjölbreyttir danstímar í afslöppuðu andrúmslofti, byggðir upp á jazz upphitun, æfingum úr horni og úti á gólfi, kenndir eru dansar í mismunandi stílum seinni hluta tímanns.
Ath. þetta er lokaður tími bara fyrir annar meðlimi (jan-maí kort).

Umsagnir frá meðlimum:

,,Ég hef verið að mæta í DSA heilsu í vetur og verð að segja að að tímarnir eru alveg einstaklega góðir.
Zumba tímarnir komu mér á óvart, þeir eru ekki bara skemmtilegir heldur fær maður góða brennslu og aukið þol út úr þeim tímum.
Barre er besta æfingakerfi sem ég hef prófað. Æfingarnar henta mér einstaklega vel og sé ég mikinn árangur, sérstaklega varðandi styrk og úthald. Mér finnst mjög gott að geta gert æfingarnar á mínum hraða og fá alltaf góðar hugmyndir að breytingu ef æfingin hentar mér ekki.
Svo hlakka ég til að bæta gömlu góðu pallatímunum í prógrammið með frábærum kennurum, sem ná að skapa einstaklega góða stemmningu í tímum. Það er alltaf gaman í DSA heilsu.”

Hvernig hefur DSA heilsa haft áhrif á þína hreyfingu og heilsu?

,,Er miklu sterkari og fann strax mun á mér eftir nokkra tíma. Finn líka mikinn mun á öllum líkamanum, verða mun fallegri “línur” heldur en þegar maður hamast í tækjunum í ræktinni, sérstaklega hendur og axlir.”

,,Mjög góð áhrif bæði andlega og líkamlega, hef aukið styrk og þol alveg helling”

,,Mjög góð áhrif, ég fer í zumba og barre og líður svo frábærlega! Ég er sterkari, líður betur í baki og mjöðmum, ilsigið minnkað og lífsgleðin aukist (sem var þó ekki vandamál😊)”

Hvað kom þér mest á óvart?

,,Hvað ég sá mikinn mun á mér á stuttum tíma og hve ávanabindandi þetta er því það er svo gaman. Fann loksins hreyfingu sem hentar mér fullkomlega og skilar miklum árangri sem er win/win.

,,Hversu auðvelt er að koma sér af stað í tíma, þetta er svo skemmtilegt”

,,Barre kom mér svo á óvart, frábær hreyfing!”

Hver er þín upplifun af DSA heilsu samfélaginu?

,,Mjög góð, svo þægilegt og gott andrúmsloft og húmorinn með líka :)”

,,Frábær upplifun, æðislegir kennarar og allir svo jákvæðir og skemmtilegir”

,,Mjög góð, skemmtilegur hópur og yndislegir kennarar!”

Viltu gerast meðlimur?

Kortasala fer fram hér
Þú getur líka komið við hjá okkur og fengið prufutíma eða aðstoð við að kaupa kort.

Hafa samband

unnuranna@dsa.is
dsa@dsa.is

Staðsetning

Glerárgata 28, 2.hæð
600 Akureyri