Opnir tímar í boði hjá okkur

Infrared Barre Burn
Barre Burn eru tímar í heitum sal með infrared hitaplötum sem gefa jafnan og góðan hita í salinn. Tímarnir eru gerðir við stöng og út á gólfi. Það er mest verið að vinna með okkar eigin líkamsþyngd, stundum er notað teygjur, bolta og létt lóð. Barre styrkir alla kjarnavöðva og allir geta aðlagað æfingarnar eftir sínu getustigi.

Infrared Barre Styrkur
Skemmtileg blanda af Barre æfingum við stöng og styrktaræfingum með þyngri lóðum. Tími kenndur í infrared heitum sal.

Infrared Hot Fit
Alhliða styrktar og þolþjálfun í heitum sal með infrared hita. Fjöbreyttar æfingar með lóðum, ketilbjöllum, teygjum og líkamsþyngd. Æfingar aðlagaðar eftir getustigi iðkanda svo allir geta fundið sitt tempó. Svitnum saman við geggjaða tónlist og stemningu!

Infrared Hot Pilates
Pilates er æfingakerfi þar sem unnið er út frá því að styrkja allan líkamann en með sérstaka áherslu á djúpu kjarnavöðvana (kviður, bak og mjaðmir). Æfingarnar byggjast á stjórnun, samhæfingu og öndun.
Tímarnir henta konum á öllum aldri og geta þeir hjálpað við að bæta líkamsstöðu og koma í veg fyrir meiðsli.

Infrared Hot Upper Body
Styrktaræfingar sem einblýna á efri part líkamans í heitum sal með infrared hita. Fjöbreyttar æfingar með lóðum, ketilbjöllum, teygjum og líkamsþyngd.

Infrared Hot Lower Body
Styrktaræfingar sem einblýna á neðri part líkamans í heitum sal með infrared hita. Fjöbreyttar æfingar með lóðum, ketilbjöllum, teygjum og líkamsþyngd.